Samstarfsverkefni háskóla um eflingu STEM náms

Kortlagning á stöðu náms í STEM greinum

Við upphaf verkefnisins voru framhaldsskólar landsins sem undirúa nemendur undir nám í STEM greinum á háskólastigi sóttir heim. Fundað var með kennurum sem koma að námi í a.m.k. stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, og tölvunarfræði. Alls tókst að sækja heim 27 af 31 framhaldsskóla á innan við þremur mánuðum.

Kennarar og stjórnendur sögðu frá áskorunum sem þau standa frammi fyrir á framhaldsskólastiginu, fengu kynningu á stöðu nemenda þeirra í háskólunum, og gáfu endurgjöf á hugmyndir hópsins um sóknarfærin.

Sjá nánar um heimsóknirnar hér.

Málþing og ráðstefna

SamSTEM hópurinn hefur og mun standa fyrir málþingum með erindum tengdum markmiði verkefnisins til þess að miðla rannsóknum og leiða saman hagaðila til samtals um stöðu mála og aðgerðir til eflingar náms í STEM greinum.

Málþing I: Undirbúningur nemenda við upphaf háskólanáms í STEM greinum (21. júní 2023.)

Málþing II: Undirbúningur nemenda við upphaf háskólanáms í STEM-greinum (12. ágúst 2024)

Aðgerðir til eflingar náms í STEM greinum

Eftirspurn eftir fólki með menntun í raunvísinda- og tæknigreinum er talsverð og brautskráningar ná ekki að anna þeirri eftirspurn. Af Markmið verkefnisins er að greina leiðir til að fjölga þeim.

Vonir standa til að draga megi úr brottfalli með því að bæta kennslu á háskólastigi og styðja við undirbúning nemenda í framhaldsskóla. Eins megi kynna námið með því sjónarmiði að hvetja nemendur sem áhuga kynnu að hafa á fögunum til að leggja þau fyrir sig.

Yfirlit yfir aðgerðir SamSTEM hópsin má sjá hér.