Verkþættir og vörður

Kortlagning núverandi stöðu í háskólunum

Rýnt var í þau gögn sem draga má úr kerfum HÍ og HR hvað varðar innritanir, brotthvarf, námsframvindu, og brautskráningar nemenda.

Kortlagning áskornana og sóknarfæra í framhaldsskólunum

Skerpa skilning framhaldsskóla- og háskólakennara í STEM greinum á stöðu nemenda og hvaða undirbúningur er nauðsynlegur fyrir háskólanám í STEM greinum.

Kynning á háskólanámi í STEM greinum

Ekki hafið

Stefnt er að því að kynna framhaldsskólanemendum háskólanám í STEM greinum og hvaða undirbúningur er nauðsynlegur.

Styðja við undirbúning nemenda fyrir háskólanám

Ekki hafið

Stefnt er að því að styðja við undirbúning nemenda fyrir háskólanám í STEM greinum.

Styðja við samstarfs- og samráðsvettvang kennara

Gera kennurum í STEM greinum á framhalds- og háskólastigi kleift að vinna meira saman og að fræðast saman um kennsluaðferðir sem stuðla að fjölbreyttri og skapandi nálgun í STEM greinum.

Heimsóknir SamSTEM hópsins í framhaldsskólana og þátttaka í starfsþróunardegi framhaldsskólakennara 1. mars 2024 voru þættir í því. Stefnt er að því að halda málþing vorið 2024 til að miðla fréttum af SamSTEM verkefninu og öðru tengt eflingu STEM náms, ss. rannsóknum á styttingu framhaldsskólans.