Hugtakið fjórða iðnbyltingin vísar til tækniframfara undanfarinna ára auk þeirra breytinga sem í vændum eru. Til að mæta þessum breytingum er nauðsynlegt að fjölga brautskráningum í svo kölluðum STEM greinum (vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði) en það er megin markmið þessa verkefnis. Svo það markmið náist þarf að laða fleiri nemendur að slíku námi en einnig að minnka brotthvarf nemenda úr námi. Þrír háskólar, HA, HÍ og HR, sem allir bjóða upp á nám í STEM greinum munu vinna saman að þessu mikilvæga markmiði.
Til að laða fleiri nemendur að námi í STEM greinum verður kynningarefni útbúið þar sem námi og áhugaverðum störfum í STEM greinum verður lýst. Að auki verður útbúið fræðsluefni sem mun auðvelda nemendum að átta sig á hvaða undirbúningur er nauðsynlegur stefni þau á slíkt nám. Til að vinna gegn brotthvarfi verður leitast við að kortleggja vandann og finna úrræði t.d. með breyttum kennsluháttum. Að auki verða netnámskeið í eðlisfræði, efnafræði, forritun, stærðfræði og tölfræði þróuð með það að markmiði að veita framhaldsskólanemum, hvar sem er á landinu, tækifæri til að undirbúa sig vel undir nám í STEM greinum. Þetta verður gert með virkri samvinnu framhalds- og háskólakennara.
Stjórn SamSTEM
Þátttakendur í SamSTEM
Dósent í stærðfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
Dósent í efnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
Lektor í tölvunarfræði við Verkfræði- og raunvísindasvið Háskóla Íslands
Dósent í tölvunarfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
Aðjúnkt í stærðfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Lektor í eðlisfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
Aðjúnkt við Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík
Aðjúnkt í efnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
Dósent við Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík
Lektor við Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík
Prófessor í stærðfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
Aðjúnkt í efnafræði við Háskólann á Akureyri
Prófessor í tölfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
Prófessor í eðlisfræði við Verifræðideild Háskólans í Reykjavík
Prófessor í stærðfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
Prófessor í eðlisfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
Forstöðumaður símenntunar við Háskólann á Akureyri
Háskólakennari við Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík
Prófessor í eðlisfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands