Sumarið 2025 stóð SamSTEM fyrir námskeiðum fyrir grunnskóla-, framhaldsskóla-, og háskólakennara í hugsandi skólastofum. Hugsandi skólastofur eru kennsluaðferð þar sem nemendur leysa röð verkefna við hæfi í litlum hópum með áherslu á að nemendur nái og dýpki skilning sinn á viðfangsefnum sínum.

Haldin voru tvö námskeið með 60 plássum sem fylltust nokkuð fljótt svo greinilegur áhugi er á þessari kennsluaðferð. Ekki spillti fyrir að Peter Liljedahl sem mótað hefur rammann um hugsandi skólastofu, Building Thinking Classrooms, kom til landsins til að halda námskeiðin.

Spurt-og-svarað fundur mánudaginn 9. júní

Heimsókn Peters hófst á spurt-og-svarað fundi með kennurum sem reynslu hafa á hugsandi skólastofum og vildu fá nánara samtal um ákveðnar lausnir eða útfærslur á kennsluaðferðinni í því samhengi sem þau starfa í.

Tvö námskeið 10.-11. júní, og 12.-13. júní

Fyrra námskeiðinu var sérstaklega beint að háskóla- og framhaldsskólakennurum og fór fram í Árnagarði. Síðara námskeiðið fór fram á Háskólatorgi í stofu HT-103 sem þá hafði nýverið verið útfærð sérstaklega fyrir hugsandi skólastofu með töflur eftir öllum veggjum.

Hér að neðan eru myndir frá fyrra námskeiðinu:

Og hér gefur að líta myndir frá síðara námskeiðinu: