Mánudaginn 12. ágúst 2024 stóð SamSTEM hópurinn fyrir málstofu um stöðu nemenda við upphaf háskólanáms í STEM greinum. Málstofan var haldin í fyrirlestrasal Veraldar, húsi Vigdísar, við Brynjólfsgötu 1.

Dagskrá

9:00-9:10: Ingunn Gunnarsdóttir, háskólakennari við HR:
Um SamSTEM.

9:10-10:00: Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Félagsvísindasvið HÍ:
Áhrif styttingar framhaldsnáms á frammistöðu nýnema í Háskóla Íslands.

10:00-10:30: Kaffihlé.

10:30-11:30: María Jónasdóttir, doktorsnemi við Menntavísindasvið HÍ:
Könnun á áhrifum stefnubreytinga á framhaldsskólastigi: inntak og undirbúningshlutverk stúdentsprófsbrauta fyrir háskólanám

11:30-12:00: Anna Hera Björnsdóttir, stærðfræðikennari við Verzlunarskóla Íslands:
Upplifun af stærðfræðikennslu í íslensku og dönsku kerfi – munur á námsefni og námskrá

Fundarstjóri var Bjarnheiður Kristinsdóttir, lektor við Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið, og stýrði hún umræðum á málstofunni.